Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar vegna kosninga til Alþingis laugardaginn 25. september 2021

Greiða má atkvæði utan kjörfundar á skrifstofum embættisins sem hér segir:

  • Blönduósi, aðalskrifstofu, Hnjúkabyggð 33, Blönduósi, virka daga, kl. 09:00 til 15:00.
  • Sauðárkróki, sýsluskrifstofu, Suðurgötu 1, Sauðárkróki, virka daga, kl. 09:00 til 15:00.

Á öðrum stöðum fer utankjörfundaratkvæðagreiðsla fram sem hér segir:

  • Sveitarfélaginu Skagaströnd, á skrifstofu sveitarfélagsins að Túnbraut 1-3, 545 Skagaströnd, kl. 10:00 – 12:00 og 13:00 – 15:00 virka daga.
  • Húnaþingi vestra, á bóka- og skjalasafni Húnaþings vestra að Höfðabraut 6, 530 Hvammstanga, kl. 12:00 – 16:00 virka daga.

Þriðjudaginn 21. september og fimmtudaginn 23. september nk. verður opið til kl. 19:00 í aðalskrifstofunni á Blönduósi og í sýsluskrifstofu á Sauðárkróki. Á kjördag verður opið á skrifstofunum frá 13:00 – 15:00. Opið verður til kl. 19:00 fimmtudaginn 23. september á bóka- og skjalasafni Húnaþings vestra að Höfðabraut 6, Hvammstanga.

Ósk um atkvæðagreiðslu í heimahúsi vegna sjúkdóms, fötlunar eða barnsburðar skal hafa borist sýslumanni á sérstöku eyðublaði eigi síðar en þriðjudaginn 21. september 2021 kl. 16:00.

Kosið verður á sjúkrahúsum og dvalarheimilum aldraðra innan umdæmisins sem hér segir, nánar auglýst af hálfu kjörstjóra á hverjum stað:

  • HSN Blönduósi, þriðjudaginn 21. september kl. 10:00 – 12:00.
  • HSN Sauðárkróki, þriðjudaginn 21. september kl. 13:00 – 14:30.
  • HSV Hvammstanga, þriðjudaginn 21. september kl. 14:00 – 15:00.
  • Dvalarheimilinu Nestúni, Hvammstanga, þriðjudaginn 21. september kl. 15:00 – 16:00.
  • Dvalarheimilinu Sæborg, Skagaströnd, þriðjudaginn 21. september kl. 10:30 – 11:30.

Kjósendur skulu framvísa persónuskilríkjum við kosninguna.

Það skal tekið sérstaklega fram að hægt er að kjósa utan kjörfundar hjá öllum sýslumannsembættum landsins.

Birt verður sérstök auglýsing um framkvæmd utankjörfundaratkvæðagreiðslu þeirra sem eru í sóttkví eða einangrun vegna COVID-19 farsóttarinnar.

Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar vegna kosninga til Alþingis laugardaginn 25. september 2021

-Einstaklingar í sóttkví eða einangrun vegna COVID-19 farsóttarinnar-

Atkvæðagreiðsla á sérstökum kjörstöðum – bifreiðakosning:

  • Atkvæðagreiðsla fer fram í bílageymslum lögreglustöðvanna að Hnjúkabyggð 33, Blönduósi og Suðurgötu 1, Sauðárkróki.
  • Kjörstaðirnir verða aðgengilegir fyrir einstaklinga í sóttkví og einangrun fimmtudaginn 23. september kl. 13:00 – 15:00 og laugardaginn 25. september (kjördag) kl. 11:00 – 13:00.
  • Kjósandi kemur í bifreið á kjörstaðinn, gerir grein fyrir sér og greiðir atkvæði með aðstoð kjörstjóra án þess að annar sjái eða heyri. Kjósandi fær eigi í hendur kjörgögn heldur upplýsir hann kjörstjóra um hvernig hann vill greiða atkvæði, t.a.m. með því að sýna kjörstjóra blað með listabókstaf framboðs eða á annan hátt sem kjörstjóri telur öruggan og nægilega skýran. Kjósanda er óheimilt að opna dyr eða glugga bifreiðarinnar og skal hann vera einn í bifreið.

Atkvæðagreiðsla á dvalarstað:

  • Kjósanda, sem ekki getur sótt kjörfund á kjördag sökum einangrunar eða sóttkvíar vegna Covid-19 er heimilt að greiða atkvæði á dvalarstað sínum. Kjósandi í sóttkví þarf jafnframt að sýna fram á að honum sé ókleift að mæta til atkvæðagreiðslu á sérstökum kjörstað (bifreiðakosningu).
  • Beiðni um atkvæðagreiðslu á dvalarstað skal beint til sýslumanns, í því umdæmi sem viðkomandi dvelst, með tölvupósti eða öðrum tryggum hætti og skal beiðnin hafa borist sýslumanni:
    • Eigi síðar en kl. 10:00 á kjördag, sé dvalarstaður innan kjördæmis kjósanda
    • Eigi síðar en kl. 10:00 fimmtudaginn 23. september sé dvalarstaður utan kjördæmis kjósanda
  • Um efni beiðni vísast nánar til 5. gr. reglugerðar nr. 1033/2021, en vænta má þess að eyðublað til útfyllingar verði birt á vef stjórnarráðsins og sýslumanna innan skamms . Þá skal beiðni fylgja staðfesting sóttvarnayfirvalda á að viðkomandi sé í einangrun eða sóttkví fram yfir kjördag.
  • Við atkvæðagreiðslu á dvalarstað skal kjósandi bera andlitsgrímu og greiðir hann atkvæði með aðstoð kjörstjóra. Kjósandi fær eigi í hendur kjörgögn heldur upplýsir hann kjörstjóra um hvernig hann vill greiða atkvæði, t.a.m. með því að sýna kjörstjóra blað með listabókstaf framboðs eða á annan hátt sem kjörstjóri telur öruggan og nægilega skýran. Gætt er að því að aðrir, s.s. heimilisfólk kjósanda eða nágrannar, sjái hvorki né heyri hvernig kjósandi greiðir atkvæði.

Auglýsing þessi byggir á reglugerð nr. 1033/2021 um atkvæðagreiðslu utan kjörfundar vegna sóttkvíar eða einangrunar vegna COVID-19 farsóttarinnar nr. 1033/2021. Reglugerðin hefur verið birt í B-deild Stjórnartíðinda, sjá nánar á slóðinni: https://www.stjornartidindi.is/Advert.aspx?RecordID=c1ef20a8-53c5-47c9-a239-5eccb74f9989

Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra