Allt er breytingum háð, sérstaklega þessi misserin. Sjónaukinn er um þessar mundir borinn út í síðasta skipti. Fyrst og fremst er um umhverfissjónarmið að ræða, að minnka pappírsnotkun þar sem það er hægt en einnig hefur Kormákur orðið fyrir tekjumissi vegna færri auglýsinga í blaðið sem meðal annars má rekja til Covid-19.

Sjónaukinn mun þó liggja frammi í Kaupfélaginu á Hvammstanga, Nestúni, dagdvölinni og afgreiðslu ráðhússins, til skoðunar.

Þessar breytingar hafa í för með sér að við getum haft rýmri skilatíma fyrir auglýsingar en þær þurfa núna að berast fyrir miðnætti á þriðjudögum en blaðið verður birt á þessari vefsíðu í hádeginu á miðvikudögum.

Með von um jákvæð viðbrögð og skilning Stjórn Kormáks.